Bæjarráð

3319. fundur 10. maí 2012 kl. 09:00 - 11:07 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Grímsstaðir á Fjöllum

Málsnúmer 2012050037Vakta málsnúmer

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mætti á fund bæjarráðs.
Boðað hefur verið til stofnfundar á einkahlutafélagi, sem verður í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi. Tilgangur félagsins er að undirbúa möguleg kaup og leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista, að taka þátt í stofnun félagsins og felur formanni bæjarráðs, Oddi Helga Halldórssyni, að fara með umboð Akureyrarkaupstaðar á fundinum.

2.Málræktarsjóður - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012050004Vakta málsnúmer

Erindi dags. 30. apríl 2012 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs. Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 1. júní nk. kl. 15:30 á Hótel Sögu, Snæfelli. Akureyrarbær á rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið.

Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Þórgný Dýrfjörð sem varamann í fulltrúaráðið og felur Hólmkeli að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

3.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni

Málsnúmer 2012050040Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 7. maí 2012 frá Skákfélagi Akureyrar þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000 til að halda Skákþing Norðlendinga á Akureyri dagana 25.- 28. maí nk.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000. 

Fundi slitið - kl. 11:07.