Skólanefnd

3. fundur 04. febrúar 2013 kl. 14:00 - 15:05 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Sigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Karl Frímannsson fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista boðaði forföll.

1.Aðalnámskrá grunnskóla - innleiðing

Málsnúmer 2012050143Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar könnun sem lögð er fyrir í öllum leik- og grunnskólum landsins um stöðu innleiðingar aðalnámskrár. Tilgangur hennar er að athuga hvar leik- og grunnskólar eru staddir í innleiðingarferlinu þannig að auðveldara sé að bjóða skólum fræðslu og leiðsögn sem þess óska. Skólaárið 2014-2015 er gert ráð fyrir að allir leik- og grunnskólar hafi lagað starf sitt að nýrri menntastefnu. Könnunin er unnin sameiginlega af fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda í leikskólum.

2.Innritun í leikskóla 2013

Málsnúmer 2012010078Vakta málsnúmer

Staða á innritun í leikskóla 2013 og biðlistum til dagforeldra.
Hrafnhildur Sigurðardóttir gerði grein fyrir stöðu mála. Fram kom í máli hennar að vegna fækkunar á leikskólum næsta haust verði hægt að verða við óskum allra foreldra þeirra barna sem fædd eru á árunum 2008-2011 um leikskólapláss. Heildarfjöldi barna sem bíða eftir leikskólaplássi í janúar 2013 er 217 en ráðgert er að 271 barn útskrifist af leikskóla á árinu.

3.Leikskólar - ósk frá Pálmholti um fjölgun starfsdaga

Málsnúmer 2013010277Vakta málsnúmer

Erindi frá Ernu Rós Ingvarsdóttur leikskólastjóra á Pálmholti dags. 18. janúar 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að fjölga starfsdögum um einn á þessu skólaári.

Skólanefnd samþykkir samhljóða að verða við erindinu.

4.Ytra mat á skólastarfi

Málsnúmer 2011090084Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 22. janúar 2013 tilkynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið að frá og með 1. janúar 2013 fluttist umsjón með framkvæmd ytra mats á einstökum leik- og grunnskólum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Námsmatsstofnunar sem héðan í frá sér um að auglýsa eftir sveitarfélögum sem áhuga hafa á að láta gera ytra mat á skólum, velja skóla til þátttöku í ytra mati og ráða úttektaraðlia.
Erindið lagt fram til kynningar.

5.Úttekt á ritun í íslensku í grunnskólum vorið 2012

Málsnúmer 2012030019Vakta málsnúmer

Með bréfi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 23. janúar 2013 er greint frá niðurstöðum úttektar á ritunarkennslu í 12 grunnskólum vorið 2012. Lundarskóli og Giljaskóli voru meðal þeirra skóla sem úttektin var gerð í. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að hvergi megi greina alvarlega vankanta á ritunarkennslu í skólunum 12 þótt ýmislegt megi bæta á sumum sviðum. Tillögur til úrbóta eru lagðar fram sameiginlega fyrir alla skólana.
Málið lagt fram til kynningar.

6.Dagforeldrar - ósk um endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2013010308Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. janúar 2013 barst frá Herdísi Regínu Arnórsdóttur og Aldísi Einarsdóttur f.h. dagforeldra varðandi beiðni um endurskoðun á samningi dagforeldra og Akureyrarbæjar.

Erindinu er frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:05.