Bæjarstjórn

3320. fundur 08. maí 2012 kl. 16:00 - 17:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Ólafur Jónsson
 • Helgi Snæbjarnarson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Sigfús Arnar Karlsson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Sigfús Arnar Karlsson varabæjarfulltrúa B-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði og félagsmálaráði:

Samfélags- og mannréttindaráð:
Regína Helgadóttir tekur sæti aðalmanns í stað Guðlaugar Kristinsdóttur. Guðlaug tekur sæti varamanns í stað Regínu.

Félagsmálaráð:
Guðlaug Kristinsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Petreu Óskar Sigurðardóttur. Petrea Ósk tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðlaugar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 1-3 og 5-9, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110159Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Tillaga að breytingu lóðanna við Hólmatún 1-9 var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Þrjár athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista óskar bókað:
Ég tek undir gagnrýni hverfisnefndar Naustahverfis og vil því bóka mótmæli við tillögunni.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista, Ólafs Jónssonar D-lista og Sigfúsar Arnars Karlssonar B-lista.

 

Sigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Hverfisnefnd Naustahverfis gerði athugasemd við umrædda breytingu á deiliskipulaginu sem nú er tekið fyrir.  Þrátt fyrir að hverfisnefndir séu hvorki með skipunarbréf né ráðgefandi í málefnum Akureyrarkaupstaðar finnst mér að hlusta beri á athugasemdir þeirra eins og kostur er.  Að mínu mati eru þær athugasemdir sem hverfisnefnd Naustahverfis gerir á rökum reistar og tek ég undir þær af heilum hug.  Áheyrnarfulltrúi B-lista í skipulagsnefnd bókaði mótmæli við tillögunni og ég mun taka undir þau mótmæli og greiði atkvæði gegn þessari tillögu.

3.Deiliskipulag hafnarsvæða sunnan Glerár, suðurhluti, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2012010232Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis vegna Bústólpa ehf og Hafnasamlags Norðurlands vegna aðstöðu langferðabifreiða í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa. Tillagan er unnin af Form ehf. Samhliða þessu er gerð aðalskipulagsbreyting sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda 23. mars 2012, þar sem hafnarsvæðið er stækkað lítillega til vesturs.
Tillagan var auglýst þann 29. febrúar og var athugasemdafrestur til 11. apríl 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss.
Ábending barst frá framkvæmdadeild um niðurfellingu á bílastæðum næst Hjalteyrargötu þar sem bílastæðin kalla á færslu götunnar lítillega til suðurs.
Skipulagsnefnd samþykkir að fækka bílastæðum um 4 næst Hjalteyrargötunni og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sigurður Guðmundsson A-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Gata mánans 4 - fyrirspurn um stækkun húss

Málsnúmer 2012030136Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Erindi dags. 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Rangárvellir - deiliskipulagsbreyting á reit 1.42.10 I

Málsnúmer 2011040021Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Erindi dags. 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf, kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst og hefur henni verið svarað, sjá fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Ekki eru ráðgerðar neinar breytingar á helgunarsvæði línunnar í tillögunni. Lóðarhafa ber að tryggja öryggi stæðunnar nr. 602 gagnvart umferð innan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.LSA - breytingar á samþykkt sjóðsins

Málsnúmer 2011090117Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. apríl 2012 frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar er varðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem lagðar verða fyrir ársfund sjóðsins þann 16. maí nk.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Vatnsaflsvirkjun í Glerárdal - frumathugun

Málsnúmer 2010030142Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskaði eftir að tekin yrði til umræðu virkjun í efri hluta Glerár.
Almennar umræður um málið.

8.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 - síðari umræða

Málsnúmer 2011110164Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 18. apríl 2012:
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2011 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 18. og 26. apríl og 3. maí 2012
Skipulagsnefnd 25. apríl 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 17. og 24. apríl og 2. maí 2012
Framkvæmdaráð 27. apríl 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 27. apríl 2012
Stjórn Akureyrarstofu 30. m

Fundi slitið - kl. 17:10.