Staðardagskrá 21 - endurskoðun 2011

Málsnúmer 2011050056

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 60. fundur - 24.05.2011

Farið var yfir vinnu við Staðardagskrá 21 í sveitarfélaginu.

Umhverfisnefnd felur formanni og starfsmönnum áframhaldandi vinnu við Staðardagskrána.

Umhverfisnefnd - 74. fundur - 05.06.2012

Farið yfir vinnu við endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.

Umhverfisnefnd samþykkir að leita til Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings um áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 75. fundur - 14.08.2012

Farið yfir vinnu við Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur mætti á fundinn.

Umhverfisnefnd þakkar Stefáni fyrir og felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu í samráði við Stefán.

Umhverfisnefnd - 76. fundur - 11.09.2012

Umræður um væntanlegt málþing.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu miðað við umræður á fundinum.

Umhverfisnefnd - 77. fundur - 09.10.2012

Umræður um fyrirhugað málþing sem haldið verður þann 8. nóvember 2012.

Umhverfisnefnd felur Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála og Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi áframhaldandi vinnu við undirbúning ráðstefnunnar.

Umhverfisnefnd - 78. fundur - 11.12.2012

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti niðurstöður íbúaþings sem haldið var í byrjun nóvember sl. í tengslum við endurskoðun Staðardagskrár 21.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum framkvæmdadeildar áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 80. fundur - 12.03.2013

Farið yfir hvernig haga skuli áframhaldandi vinnu við endurskoðun.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti samantekt á þeim niðurstöðum sem fram komu á íbúaþinginu á síðasta ári og settar hafa verið inn í fyrstu drög að verkefnatillögu fyrir Staðardagskrá 21, 4. útgáfu, mars 2013.

Samþykkt að Hulda Stefánsdóttir og Jón Ingi Cæsarsson vinni drögin áfram með starfsmönnum. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu fyrir 1. október 2013.

Umhverfisnefnd - 92. fundur - 15.04.2014

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir vinnu vinnuhóps við endurskoðun Staðardagskrár 21.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og felur forstöðumanni umhverfismála og starfshópnum áframhaldandi vinnu.

Umhverfisnefnd - 95. fundur - 19.08.2014

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fór yfir vinnu við endurskoðun Staðardagskrár 21 - umhverfisstefnu.

Umhverfisnefnd samþykkir að setja á fót starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu fyrir Akureyrarkaupstað sem í sitji Dagbjört Elín Pálsdóttir, Kristján Ingimar Ragnarsson, Áshildur Hlín Valtýsdóttir og starfsmenn.