Umhverfisnefnd

95. fundur 19. ágúst 2014 kl. 14:00 - 15:30 Kaffistofa framkvæmdadeild
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

1.Kynning á ábyrgðarmörkum og siðareglum kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Málsnúmer 2014070048Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa.

Umhverfisnefnd þakkar Ingu Þöll fyrir kynninguna.

2.Staðardagskrá 21 - endurskoðun 2012

Málsnúmer 2011050056Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fór yfir vinnu við endurskoðun Staðardagskrár 21 - umhverfisstefnu.

Umhverfisnefnd samþykkir að setja á fót starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu fyrir Akureyrarkaupstað sem í sitji Dagbjört Elín Pálsdóttir, Kristján Ingimar Ragnarsson, Áshildur Hlín Valtýsdóttir og starfsmenn.

3.Samgönguvika 2014

Málsnúmer 2014080025Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fóru yfir drög að dagskrá samgönguviku sem haldin verður 16.- 22. september nk.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 15:30.