Umhverfisnefnd

92. fundur 15. apríl 2014 kl. 16:15 - 18:58 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir sundurliðun kostnaðar á gámasvæði.
Ólöf Harpa Jósepsdóttir framkvæmdastjóri Flokkunar Eyjafjörður og Moltu ehf mætti á fundinn og fór yfir úrgangstölur og hugmyndir um framsetningu úrgangsupplýsinga til íbúa.

Umhverfisnefnd þakkar Ólöfu Hörpu og starfsmönnum upplýsingarnar.

Niðurstöður sýna svo ekki verður um villst að íbúar Akureyrar eru almennt að standa sig mjög vel í flokkun úrgangs. Mjög mikilvægt er að haldið sé áfram á þessari braut því fyrirsjáanlegt er að úrgangur til urðunar megi ekki verða meiri en 5% af heildarmagni árið 2025.

Starfsmönnum framkvæmdadeildar og framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjörður og Moltu ehf falið að gera tillögur að kynningarefni og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

2.Mengunarmæling strandlengjunnar

Málsnúmer 2014040093Vakta málsnúmer

Kynntar voru mengunarmælingar strandlengjunnar síðastliðna 12 mánuði

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna. Ljóst að enn er úrbóta þörf og sérstaklega þarf að huga að úrbótum við dælustöð við Hafnarstræti eins og mælingar sýna. Nauðsynlegt er að úrbótum sé lokið fyrir lok maí nk.

Sif Sigurðardóttir A-lista vék af fundi kl. 17:15.

3.Loftslagsráðstefnan í Lahti 2014

Málsnúmer 2014040094Vakta málsnúmer

Kynning og umræður um ráðstefnuna sem haldin verður í Lahti í Finnlandi í byrjun sumars.

4.Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála lagði fram og fór yfir tilboð frá Þorsteini G. Þorsteinssyni er varðar fuglatalningu í Hrísey sumarið 2014.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni umhverfismála að afla frekari upplýsinga um einstök atriði.

5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og framkvæmdadeild - verklagsreglur

Málsnúmer 2014040063Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir verklagsreglur HNE og framkvæmdadeildar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar.

6.Hreinsunarvika 2014

Málsnúmer 2014040091Vakta málsnúmer

Farið yfir hvenær og hvernig hreinsunarviku verður háttað 2014.

Umhverfisnefnd samþykkir tillögur forstöðumanns umhverfismála um fyrirkomulag hreinsunarviku.

7.Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði

Málsnúmer 2014030271Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsnefndar þann 26. mars 2014 var lagt til að stofnaður yrði starfshópur í samráði við Eyjafjarðarsveit um að leggja fram fullmótaða tillögu að flutningsleiðum raforku gegnum land bæjarins og áfram að Bíldsárskarði, sem hægt væri að kostnaðargreina.

Umhverfisnefnd fer þess á leit við skipulagsnefnd að fulltrúi frá nefndinni verði einnig skipaður í starfshópinn.

Umhverfisnefnd samþykkir að formaður umhverfisnefndar, Hulda Stefánsdóttir, taki sæti í starfshópnum ef skipulagsnefnd samþykkir beiðnina.

8.Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu

Málsnúmer 2006080025Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir stöðuna á verkefni undanfarinna ára sem miðar að því að hefta útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og hvannar. Einnig ræddar áframhaldandi aðgerðir í Hrísey.

Umhverfisnefnd leggur áherslu á að útbreiðslu þessara ágengu plantna verði haldið í skefjum með áframhaldandi slætti líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Kristinn Frímann Árnason D-lista vék af fundi kl. 18:35.

9.Staðardagskrá 21 - endurskoðun

Málsnúmer 2011050056Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir vinnu vinnuhóps við endurskoðun Staðardagskrár 21.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og felur forstöðumanni umhverfismála og starfshópnum áframhaldandi vinnu.

Fundi slitið - kl. 18:58.