Bæjarstjórn

3300. fundur 15. mars 2011 kl. 16:00 - 17:08 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir 1. varaforseti
  • Hlín Bolladóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Sigmar Arnarsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 338. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 2. mars 2011.
Fundargerðin er í 11 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2. og 8. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2. og 8. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 2. mars 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 339. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 9. mars 2011.
Fundargerðin er í 14 liðum. Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 2., 3., 7., 8. og 13. lið. Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 2., 3., 7., 8. og 13. lið í fundargerð skipulagsstjóra dags. 9. mars 2011 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Þjóðaratkvæðagreiðsla 2011 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2011020159Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk.

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.

4.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - áætlun

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda 2011 svohljóðandi:
5. apríl stjórn Akureyrarstofu, 19. apríl skólanefnd, 3. maí umhverfisnefnd, 17. maí framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, 7. júní samfélags- og mannréttindaráð, 21. júní skipulagsnefnd, 6. september félagsmálaráð, 20. september stjórnsýslunefnd og 4. október íþróttaráð.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Gjaldskrá fyrir gjöld skv. skipulagslögum, mannvirkjalögum og þjónustugjöld

Málsnúmer 2011030003Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjalda vegna nýrra heimilda til gjaldtöku í skipulagslögum og mannvirkjalögum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingar á byggingarleyfis-, afgreiðslu- og þjónustugjöldum verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Hlíðarendi - verslunar- og þjónustusvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2010090138Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. mars 2011:
Deiliskipulagstillagan var auglýst þann 20. október 2010 með athugasemdafresti til 1. desember 2010.
Tekið fyrir að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 2. febrúar 2011 við yfirferð á innsendum gögnum. Tekið var tillit til athugasemda sem fram komu í bréfinu og gögnin lagfærð. Breytingarnar eru taldar upp í greinargerð.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2012-2014 - seinni umræða

Málsnúmer 2011010090Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. mars 2011:
Bæjarráð vísar áætluninni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:

Í tilefni af umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar leggur bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að fylgt verði markaðri stefnu ríkisins og horft til áhrifa ráðstöfunar fjármuna á konur og karla og tekin upp vinnubrögð kynjaðrar fjárlagagerðar. Kynjuð fjárhagsáætlanagerð sem þessi kallar á breytingar í hugsun og ekki síður í verki en slíkar breytingar eru nauðsynlegar til að auka jafnrétti kynjanna, en tilgangurinn er að tryggja að allir bæjarbúar sitji við sama borð óháð kyni eins og lög gera ráð fyrir. Kynjuð fjárlagagerð horfir á fjárhagsáætlanaferlið út frá áhrifum á kynin. Þannig er tekju- og gjaldahlið fjárhagsáætlunar endurskipulögð til að tryggja að ráðstöfun fjármuna hafi jöfn áhrif á konur og karla. Á tímum niðurskurðar líkt og blasa við okkur nú er mjög mikilvægt að greina áhrif hagræðingaraðgerða á karla og konur og ekki er síður mikilvægt að auka gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins og gera enn betur sýnilegt hvernig opinberu fé er varið, en kynjuð fjárhagsáætlanagerð stuðlar einmitt að þeim markmiðum.

Fram kom tillaga um að vísa tillögu Andreu Sigrúnar til bæjarráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fram lagða þriggja ára áætlun 2012-2014 með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Núverandi meirihluti tekur við góðu búi. Allt bendir til þess að afkoma bæjarsjóðs fyrir sl. ár sé langt um betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ný þriggja ára áætlun skilur eftir óútfærða hagræðingarkröfu upp á 350 milljónir króna og auk þess er áætlað fyrir meiri tekjum en fyrstu drög gerðu ráð fyrir. Hluti þessa tekjuauka kemur til vegna áforma um að hækka fasteignagjöld strax á næsta ári og þykir mér það skjóta skökku við þegar við erum á sama tíma að lækka gatnagerðargjöld tímabundið. Ég tel síðan eðlilegt að bæjarfélagið komi inn með sveiflujafnandi aðgerðir í framkvæmdum þegar veruleg lægð er í atvinnulífinu. Ég vil hins vegar sjá að framkvæmdum sé jafnað milli A og B-hluta reikninga bæjarfélagsins og hef miklar áhyggjur af því að hér er allur þungi framkvæmdanna á Aðalsjóði. Ég lýsi því yfir vonbrigðum mínum með að tillögur mínar um að auka framlög til skipulags- og hönnunarvinnu s.s. við fráveitu og eins að hefja undirbúning að virkjun í efri hluta Glerár hafi ekki hlotið hljómgrunn og ekki verið skoðað frekar. Það er líka mikilvægt að horft sé fyrst til hagkvæmustu og nauðsynlegustu framkvæmda í gatnagerð, fjölbreyttra verkefna almennt og þannig ná að virkja sem flestar hendur til starfa.

Leggja ber áherslu á arðbærustu framkvæmdirnar sem völ er á og hafa mest margfeldisáhrif út í atvinnulífið í bænum.

Það sem vekur þó sérstaka athygli mína er að þessi þriggja ára áætlun ber engin merki um langtíma áætlanagerð eins og L-listinn boðaði í aðdraganda kosninga. Langtíma áætlanagerð er áhugaverð og nokkur sveitarfélög eru þegar byrjuð að skoða þessa hluti.

Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 3. og 10. mars 2011
Stjórnsýslunefnd 2. mars 2011
Skipulagsnefnd 9. mars 2011
Framkvæmdaráð 4. mars 2011
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 4. mars 2011
Stjórn Akureyrarstofu 23. febrúar og 10. mars 2011
Skólanefnd 7. mars 2011
Íþróttaráð 10. mars 2011
Samfélags- og mannréttindaráð 2. mars 2011
Umhverfisnefnd 8. mars 2011
Fræðslunefnd 4. mars 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:08.