Launanefnd sveitarfélaga - verkfallsboðun LSS

Málsnúmer 2010070089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 16. júlí 2010 frá Ingu Rún Ólafsdóttur sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Launanefndar sveitarfélaga (LN) er varðar verkfallsboðun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS).
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð - 214. fundur - 06.08.2010

Lagðar fram til kynningar grunnupplýsingar varðandi kjaradeilu Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

Lagt fram til kynningar bréf dags. 5. ágúst 2010 frá Launanefnd sveitarfélaga þar sem fram koma grunnupplýsingar um kjaradeilu Launanefndar sveitarfélaga (LN) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS).

Bæjarráð - 3234. fundur - 12.08.2010

Lögð fram til kynningar áskorun LSS til sveitarfélaga dags. 6. ágúst 2010. Þar kemur meðal annars fram að félagið skorar á sveitarfélög landsins að gera réttmæta leiðréttingu á launum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til þess að neyðarþjónusta við íbúa landsins verði tryggð.