Auglýsingar í íþróttamannvirkjum og á íþróttasvæðum

Málsnúmer 2019110559

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 68. fundur - 04.12.2019

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram drög að reglum um auglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og jafnframt að ræða við rekstraraðila íþróttamannvirkjanna.

Frístundaráð - 69. fundur - 18.12.2019

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.