Deildarstjóri íþróttamála lagði fram drög að reglum um auglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að uppfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og jafnframt að ræða við rekstraraðila íþróttamannvirkjanna.