Frístundaráð

27. fundur 15. mars 2018 kl. 12:00 - 13:55 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður Huldu Margréti Sveinsdóttur fulltrúa ungmennaráðs velkomna á sinn fyrsta fund.

1.Frístundaráð 10 ára áætlun

Málsnúmer 2018010303Vakta málsnúmer

Áframhald umræðu um 10 ára áætlun frístundaráðs.
Starfsmönnum falið að fá kostnaðarmat frá umhverfis- og mannvirkjasviði á verkefni í áætluninni.

2.Fyrirkomulag vinnuskóla - tillaga að færslu skólans frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs

Málsnúmer 2018030249Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs og forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar þar sem lagt er til að yfirumsjón með Vinnuskóla Akureyrar verði færð frá umhverfis- og mannvirkjasviði yfir til samfélagssviðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:55.