Frístundaráð

10. fundur 14. júní 2017 kl. 16:15 - 18:18 Þjónustu- og félagsmiðstöðin Víðilundi 22
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir B-lista mætti í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.
Guðmundur H Sigurðarson Æ-lista mætti í forföllum Jónasar Björgvins Sigurbergssonar.
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka inn á fundinn dagskrárliðinn Fimleikafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna 40 ára afmælis, sem 5. lið á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um starfsáætlun frístundaráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra og deildarstjórum falin áframhaldandi vinna við starfsáætlun og lista upp drög að verkefnum ársins 2018. Frístundaráð óskar eftir að starfsmenn skoði hvort hægt sé að nýta húsnæði fyrir tómstundastarf betur en gert er í dag.

2.Íþróttafélagið Þór - útikörfuknattleiksvellir

Málsnúmer 2017060045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 frá Hólmfríði Pétursdóttur formanni unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem óskað er eftir körfuboltavöllum í tengslum við endurnýjun skólalóða á Akureyri.
Frístundaráð þakkar fyrir innsent erindi. Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hug fræðslusviðs gangvart erindinu og vísar erindinu svo til fjárhagsáætlunargerðar næstu ára.

3.Ungmennafélag Akureyar - Akureyrarhlaup

Málsnúmer 2014060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2017 frá Söru Dögg Pétursdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir styrk vegna Akureyrarhlaupsins 6. júlí 2017.
Frístundaráð samþykkir að styrkja UFA um kr. 100.000 vegna hlaupsins.

4.Kvennahlaup ÍSÍ - beiðni um frían aðgang þátttakenda að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2017060081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2017 frá Ásdísi Sigurðardóttur framkvæmdaaðila Kvennahlaups ÍSÍ á Akureyri þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í hlaupinu fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.
Frístundaráð samþykkir að þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ, sunnudaginn 18. júní nk., fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.

5.Fimleikafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna 40 ára afmælis

Málsnúmer 2017060088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 frá Hermanni Herbertssyni formanni FIMAK þar sem óskað er eftir kr. 300.000 í styrk vegna 40 ára afmælishátíðar og tengdra verkefna.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 18:18.