Kvennahlaup ÍSÍ - beiðni um frían aðgang þátttakenda að Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2017060081

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 10. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 12. júní 2017 frá Ásdísi Sigurðardóttur framkvæmdaaðila Kvennahlaups ÍSÍ á Akureyri þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í hlaupinu fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.
Frístundaráð samþykkir að þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ, sunnudaginn 18. júní nk., fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.

Frístundaráð - 57. fundur - 05.06.2019

Erindi dagsett 14. maí 2019 frá Ásdísi Sigurðardóttur framkvæmdaaðila Kvennahlaups ÍSÍ á Akureyri þar sem óskað er eftir því að þátttakendur í hlaupinu fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Haraldar Þór Egilssonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista að þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ fái frían aðgang að Sundlaug Akureyrar að hlaupi loknu og felur deildarstjóra íþróttamála að útfæra fyrirkomulagið á því.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista greiddi atkvæði á móti.