Íþróttafélagið Þór - útikörfuknattleiksvellir

Málsnúmer 2017060045

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 10. fundur - 14.06.2017

Erindi dagsett 31. maí 2017 frá Hólmfríði Pétursdóttur formanni unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem óskað er eftir körfuboltavöllum í tengslum við endurnýjun skólalóða á Akureyri.
Frístundaráð þakkar fyrir innsent erindi. Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hug fræðslusviðs gangvart erindinu og vísar erindinu svo til fjárhagsáætlunargerðar næstu ára.

Fræðsluráð - 12. fundur - 26.06.2017

Erindi barst frá Ellert Erni Erlingssyni deildarstjóra íþróttadeildar. Vísar hann í bókun frístundaráðs dagsett 14. júní 2017 en þar var bókað:

Erindi dagsett 31. maí 2017 frá Hólmfríði Pétursdóttur formanni unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem óskað er eftir körfuboltavöllum í tengslum við endurnýjun skólalóða á Akureyri.

Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hug fræðslusviðs gangvart erindinu og vísar erindinu svo til fjárhagsáætlunargerðar næstu ára

Ellert óskar eftir að hugmyndir um samstarf fræðslusviðs og samfélagssviðs um uppbyggingu útikörfuboltavalla verði ræddar.
Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir um samstarf þessara tveggja sviða um skipulag og nýtingu skólalóða almennt.

Sviðsstjóra fræðslusviðs falið að fylgja eftir frekari umræðu um málefnið.