Framkvæmdaráð

302. fundur 20. febrúar 2015 kl. 09:50 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar ritaði fundargerð
Dagskrá
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti ekki og ekki varamaður í hans stað.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki og ekki varamaður í hans stað.

1.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir framkvæmdaráð.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.Kæra vegna útboðsmála um snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 2014110205Vakta málsnúmer

Úrskurður kærunefndar útboðsmála dagsettur 17. febrúar 2015 lagður fram til kynningar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:00.