Gatnalýsing - samningur við Norðurorku hf

Málsnúmer 2013030235

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 264. fundur - 22.03.2013

Lögð voru fram til kynningar drög að samningi við Norðurorku hf um gatnalýsingu.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir að fela bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 268. fundur - 17.05.2013

Kynnt voru endanleg drög að samningi við Norðurorku hf vegna gatnalýsingar á Akureyri.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir framkvæmdaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn.