Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2011020082

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 228. fundur - 18.02.2011

Rætt um breytingar á vinnutíma einstaklinga í sumarvinnu með stuðningi.
Hulda Steingrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi í AMS mætti á fundinn.

Framkvæmdaráð þakkar Huldu kynninguna.

Framkvæmdaráð samþykkir að sumarvinna með stuðningi verði skert þannig að í stað þess að unnið verði í 7 vikur verði unnið í 6 vikur. Þetta samræmist þeirri skerðingu sem gerð var hjá Vinnuskólanum sl. sumar.

Framkvæmdaráð - 264. fundur - 22.03.2013

Lagt var fram minnisblað dags. 6. mars 2013 frá Huldu Steingrímsdóttur náms- og starfsráðgjafa fjölskyldadeildar um sumarvinnu með stuðningi fyrir fatlað fólk. Hulda sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdráð samþykkir að vinnutími, sumarvinnu með stuðningi, verði 4 vikur.

Kristín Þóra Kjartnsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 09:55.

Framkvæmdaráð - 270. fundur - 07.06.2013

Lagðar fram tillögur um að auka vinnutímann um eina viku, þ.e. úr fjórum í fimm vikur, en færri einstaklingar eru skráðir nú í ár en gert var ráð fyrir.

Framkvæmdaráð samþykkir að fjölga vinnutímabilinu um eina viku.