Framkvæmdaráð

221. fundur 05. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:22 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson
  • Tómas Björn Hauksson
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Strætisvagnar Akureyrar - ósk um kaup á notuðum stætisvagni 2010

Málsnúmer 2010050063Vakta málsnúmer

Minnisblað dags. 28. apríl 2010 frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar um kaup á notuðum strætisvagni, verðtilboð í biðskýli og hugsanleg kaup á nýjum bíl fyrir ferliþjónustu fatlaðra.
Stefán Baldursson sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir að veita forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar heimild til að kaupa notaðan strætisvagn fyrir allt að 15 milljónir á árinu 2011. Framkvæmdaráð vísar ákvörðuninni til bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2010090168Vakta málsnúmer

Framhald við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Lagt fram minnisblað framkvæmdadeildar dags. 4. nóvember 2010.
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sat fundinn að hluta undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlunni og drögum að breyttri gjaldskrá til bæjarráðs.

3.Sjúkratryggingar Íslands - framlenging á samningi

Málsnúmer 2010110016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög, ódags., um framlengingu á samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarkaupstaðar um þjónustu sjúkraflutningamanna við sjúkraflug með sjúkraflugvélum innanlands frá og með 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2011.

Framkvæmdaráð samþykkir drögin og vísar þeim til bæjarráðs.

4.Isavia ohf - uppsögn þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á flugvellinum á Akureyri

Málsnúmer 2010110004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 27. október 2010 frá Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia ohf um uppsögn á þjónustusamningi um viðbúnaðarþjónustu, vegna niðurskurðar og breytinga á flugvallarreglugerð.

Framkvæmdaráð samþykkir að fela Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 10:22.