Strætisvagnar Akureyrar - ósk um kaup á notuðum stætisvagni 2010

Málsnúmer 2010050063

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 221. fundur - 05.11.2010

Minnisblað dags. 28. apríl 2010 frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar um kaup á notuðum strætisvagni, verðtilboð í biðskýli og hugsanleg kaup á nýjum bíl fyrir ferliþjónustu fatlaðra.
Stefán Baldursson sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir að veita forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar heimild til að kaupa notaðan strætisvagn fyrir allt að 15 milljónir á árinu 2011. Framkvæmdaráð vísar ákvörðuninni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3245. fundur - 11.11.2010

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 5. nóvember 2010:
Minnisblað dags. 28. apríl 2010 frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar um kaup á notuðum strætisvagni, verðtilboð í biðskýli og hugsanleg kaup á nýjum bíl fyrir ferliþjónustu fatlaðra.
Stefán Baldursson sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að veita forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar heimild til að kaupa notaðan strætisvagn fyrir allt að 15 milljónir á árinu 2011. Framkvæmdaráð vísar ákvörðuninni til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að veita forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar heimild til kaupa á notuðum strætisvagni fyrir allt að 15 milljónir á árinu 2011 og vísar fjárveitingunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2011.