Isavia ohf - uppsögn þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á flugvellinum á Akureyri

Málsnúmer 2010110004

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 221. fundur - 05.11.2010

Lagt fram bréf dags. 27. október 2010 frá Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia ohf um uppsögn á þjónustusamningi um viðbúnaðarþjónustu, vegna niðurskurðar og breytinga á flugvallarreglugerð.

Framkvæmdaráð samþykkir að fela Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 232. fundur - 15.04.2011

Ræddar voru hugmyndir um framtíð þjónustusamnings um viðbúnaðarþjónustu á Akureyrarflugvelli.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerðu grein fyrir viðræðum við Isavia ohf á fundinum.
Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista vék af fundi undir þessum lið.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Framkvæmdaráð - 233. fundur - 20.05.2011

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir viðræðum vegna þjónustusamnings við Isavia ohf.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Ljóst er að Isavia ohf stendur við uppsögn sína og tekur þann 1. desember nk. við þeim hluta í starfsemi flugvallarins sem nú er sinnt að Slökkviliði Akureyrar.

Framkvæmdaráð - 235. fundur - 16.06.2011

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mættu á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir næstu viðbrögðum vegna þjónustusamnings við Isavia ohf, en hann fellur úr gildi eftir 6 mánuði.
Isavia er rekstraraðili flugvallarins á Akureyri og Akureyrarbær gerðu með sér samning um viðbúnaðarþjónustu á Akureyrarflugvelli þann 9. nóvember árið 2000. Samningurinn rennur út þann 1. desember 2011.
Viðræður hafa staðið yfir í vetur um framlengingu samningsins. Isavia óskaði eftir verulegum breytingum á verkþáttum í samningnum sem starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar og Akureyrarbær geta ekki samþykkt.
Isavia hefur því samkvæmt erindi dags. 19. maí 2011 ákveðið að taka sjálft að sér þau verkefni sem Slökkvilið Akureyrar sinnir á Akureyrarflugvelli. Þessi ákvörðun kallar óhjákvæmilega á fækkun um 10 störf hjá Slökkviliði Akureyrar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið.

Framkvæmdaráð felur slökkviliðsstjóra í samstarfi við bæjarstjóra, bæjartæknifræðing, starfsmannastjóra, bæjarlögmann og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að vinna að frágangi málsins.