Fræðsluráð

42. fundur 07. desember 2020 kl. 13:30 - 15:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Þorlákur Axel Jónsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
 • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
 • Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Rut Jónsdóttir fulltrúi foreldra barna á leikskólum mætti í forföllum Sindra Kristjánssonar.

1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178Vakta málsnúmer

Umræðupunktar úr samtölum bæjarfulltrúa við grunnskólanemendur lagðir fram til kynningar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram með því að vísa viðeigandi atriðum áfram til hvers skóla og fylgja eftir viðbrögðum skólanna. Fræðsluráð tekur málið upp aftur m.t.t. þeirra atriða sem ráðið þarf að bregðast við.

2.Rekstur fræðslumála 2020

Málsnúmer 2020010575Vakta málsnúmer

Forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar rekstrarstöðu fræðslumála fyrir janúar-október 2020.

3.Yfirlit um yfirvinnu stofnana á fræðslusviði

Málsnúmer 2018100120Vakta málsnúmer

Forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar yfirlit um yfirvinnu á fræðslusviði janúar-nóvember 2020.

4.Starfsáætlun fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2020050172Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir framlagða starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021 og vísar til bæjarráðs.

Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista sat hjá.


Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir bókaði eftirfarandi:

Samþykki starfsáætlun að öllu leyti nema því sem varðar inntöku 12 mánaða gamalla barna haustið 2021. Tel að fara hefði átt milliveg hvað inntökualdur varðar og fresta inntöku 12 mánaða gamalla barna um eitt ár, í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Með því hefði mátt halda inni atriðum eins og ráðningu grunnskólafulltrúa á fræðslusvið og Söngvaflóði, svo eitthvað sé nefnt. Inntaka ungra barna er mjög dýr og eitt og annað hægt að gera í staðinn.

5.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021-2024

Málsnúmer 2020080903Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021 lögð fram til umræðu og kynningar.

6.Gjaldskrá fræðslumála 2021

Málsnúmer 2020100079Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til umræðu og kynningar.
Rósa Njálsdóttir M-lista bókaði eftirfarandi:

Þar sem Miðflokkurinn er fylgjandi því að skólamáltíðir í grunnskólum eigi að vera gjaldfrjálsar get ég ekki verið samþykk 7% hækkun á fæðisgjöldum.

Þess í stað vil ég fara þá leið að hagræða enn frekar í hráefniskaupum og reyna að lækka kostnað mötuneytanna m.a. með því að minnka matarsóun.


Meirihluti fræðsluráðs bókar eftirfarandi:

Meirihluti fræðsluráðs vill vekja athygli á að markmiðið hefur verið að fæðissala standi undir öllum kostnaði við rekstur mötuneyta, þ.e. hráefni, launum, rafmagni (1%), viðhaldi (2%) og afborgun stofnkostnaðar (4%). Til þess að ná markmiðinu þyrfti að hækka gjaldskrána um 16%-17% í stað 2,5%. Ákveðið er að fæðisgjald í grunnskólunum fyrir árið 2021 standi aðeins undir hráefni og launakostnaði, en ekki undir öðrum kostnaði og tekur því undir 7% hækkun fæðisgjalds.

Fundi slitið - kl. 15:10.