Fræðsluráð

12. fundur 26. júní 2017 kl. 13:30 - 16:15 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Dagný Þóra Baldursdóttir L-lista boðaði forföll og varamaður komst ekki í hennar stað.
Halldór Guðmann Karlsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna boðaði forföll. Ekki kom varamaður í hans stað.
Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi boðaði forföll.
Sigurður Freyr Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara mætti ekki á fundinn.
Vilborg Hreinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna mætti ekki á fundinn.

1.Stjórnsýslubreytingar - sérfræðiþjónusta leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2016110021Vakta málsnúmer

Verklag um samstarf fræðslusviðs og fjölskyldusviðs um tiltekin verkefni í kjölfar stjórnsýslubreytinga en skólaþjónusta flutti af fjölskyldudeild yfir á fræðslusvið við breytingarnar.

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu mætti á fundinn og fór yfir verklagið.

Fræðsluráð þakkar Helgu fyrir kynninguna.

2.Gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017060154Vakta málsnúmer

Undanfarin misseri hefur umræðan um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum farið vaxandi.

Fyrr í vetur fengu stjórnvöld afhentan undiskriftalista frá hátt í sex þúsund manns þar sem skorað er á þau að beita sér fyrir breytingu á grunnskólalögum þannig að námsgögn í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Þá hafa Barnaheill einnig talað fyrir því að grunnskólaganga barna verði alveg gjaldfrjáls.
Fræðsluráð leggur til að öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Akureyrarbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna (s.s. ritföng, stílabækur, límstifti, möppur og einfaldir vasareiknar) þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir króna.

Akureyrarbær hefur undirritað samning um að verða barnvænt sveitarfélag og hefur nú hafið innleiðingu að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gjaldfrjáls námsgögn eru liður í því að vinna gegn mismunun barna og því að börn njóti jafnræðis þegar að námi kemur.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Íþróttafélagið Þór - útikörfuknattleiksvellir

Málsnúmer 2017060045Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Ellert Erni Erlingssyni deildarstjóra íþróttadeildar. Vísar hann í bókun frístundaráðs dagsett 14. júní 2017 en þar var bókað:

Erindi dagsett 31. maí 2017 frá Hólmfríði Pétursdóttur formanni unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Þórs þar sem óskað er eftir körfuboltavöllum í tengslum við endurnýjun skólalóða á Akureyri.

Ráðið felur deildarstjóra íþróttamála að kanna hug fræðslusviðs gangvart erindinu og vísar erindinu svo til fjárhagsáætlunargerðar næstu ára

Ellert óskar eftir að hugmyndir um samstarf fræðslusviðs og samfélagssviðs um uppbyggingu útikörfuboltavalla verði ræddar.
Fræðsluráð tekur jákvætt í hugmyndir um samstarf þessara tveggja sviða um skipulag og nýtingu skólalóða almennt.

Sviðsstjóra fræðslusviðs falið að fylgja eftir frekari umræðu um málefnið.

4.Beiðni um skipulagninu skólalóðar Oddeyrarskóla

Málsnúmer 2017060155Vakta málsnúmer

Erindi frá Kristínu Jóhannesdóttur skólastjóra í Oddeyrarskóla þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að skólalóð Oddeyrarskóla verði endurhönnuð.
Fræðsluráð fagnar frumkvæði starfsfólks Oddeyrarskóla um hugmyndir og endurhönnun á skólalóð Oddeyrarskóla.

Fræðsluráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari skoðunar.

5.Drög að starfsáætlun v/fjárhagsáætlunar fræðslumála 2018

Málsnúmer 2017060072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun v/fjárhagsáætlunar fræðslumála til síðari umræðu.
Fræðsluráð samþykkir framlögð drög að starfsáætluninni.

6.Frístund

Málsnúmer 2017050214Vakta málsnúmer

Erindi vegna beiðni um lokun Frístundar í haustfríi. Framhaldsumræða.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að skoða möguleika á að eiga samstarf við samfélagssvið / frístundaráð til að gera það mögulegt að loka Frístund þessa daga vegna símenntunar starfsfólks í Frístund.

7.Sjúkrakennsla

Málsnúmer 2017040046Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af athugasemdum lögfræðings til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsett 18. júní 2017 vegna umsagnar Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsett 29. maí 2017 um sjúkrakennslu.
Fræðsluráð bíður eftir niðurstöðum um nánari skilgreiningu mennta- og menningarmálaráðuneytis á reglugerð um sjúkrakennslu en óskar jafnframt eftir að málið verði tekið upp við foreldra fyrir skólabyrjun að hausti.



Baldvin Valdemarsson fulltrúi D-lista lagði fram bókun:

Málið varðar fjölfatlaðan nemenda í Giljaskóla og réttindi hans til sjúkrakennslu en foreldrar hans hafa kært ákvörðun Akureyrarbæjar um synjun á sjúkrakennslu til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Með þessari bókun er hörmuð sú staða sem máið er nú komið í m.a. vegna samskiptaleysis við foreldra barnsins. Þess vegna er hvatt til þess að aðilar setjist niður og finni lausn sem er framkvæmanleg og í þágu nemandans sem um ræðir og freista þess að leysa þann hnút sem málið er komið í.

8.Bókun I í kjarasamningi kennara

Málsnúmer 2017060074Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi fræðsluráðs þann 12. júní 2017 var úrbótaáætlun Akureyrarbæjar og úrbótaáætlanir grunnskóla Akureyrarbæjar lagðar fram til kynningar en þær voru sendar til samstarfsnefndar þann 1. júní 2017.

Á 67. fundi samstarfsnefndar sveitarfélaga og félags grunnskólakennara var óskað eftir samantekt BKNE um stöðu og verklag við vinnu vegna Bókunar I í grunnskólum á Akureyri.

Samstarfsnefnd sveitarfélaga og félags grunnskólakennara bókaði á fundi sínum þann 23. júní 2017 eftirfarandi:

Samstarfsnefnd hefur nú móttekið greinargerðir frá Akureyrarbæ og BKNE. Vinna við bókun I er lokið og hafa umbótaáætlanir og lokaskýrsla borist frá Akureyrarbæ.

Samantekt BKNE lögð fram til kynningar.

9.Rekstur fræðslumála 2017

Málsnúmer 2017040126Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður reksturs fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar-maí 2017.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista sat sinn síðasta fund í fræðsluráði.
Áshildur færði þakkir til fundarmanna fyrir frábært samstarf.
Dagbjört Pálsdóttir formaður fræðsluráðs þakkaði Áshildi fyrir gott og gefandi samstarf.

Fundi slitið - kl. 16:15.