Fræðslunefnd

1. fundur 04. febrúar 2019 kl. 09:00 - 10:18 Fundarherbergi stjórnsýslusviðs
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Dan Jens Brynjarsson varaformaður
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Anna Lilja Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Anna Lilja Björnsdóttir mannauðsráðgjafi
Dagskrá

1.Endurskoðun á samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018100268Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá fræðslunefndar 13.desember 2018. Lögð fyrir drög að endurskoðun á samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna.
Fræðslunefnd samþykkir endurskoðun á samþykkt um námsleyfi sérmenntaðra starfsmanna.

2.Samþykkt fræðslunefndar - endurskoðun 2018

Málsnúmer 2018110065Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá fræðslunefndar 13.desember 2018. Lögð fyrir drög að endurskoðun á samþykkt fræðslunefndar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Reglur um símenntun starfsmanna - endurskoðun 2018

Málsnúmer 2018110064Vakta málsnúmer

Áður á dagskrá fræðslunefndar 13.desember 2018. Lögð fyrir drög að endurskoðun á reglum um símenntun starfsmanna.
Fræðslunefnd samþykkir endurskoðun á reglum um símenntun starfsmanna Akureyrarbæjar.

4.Námsleyfasjóður sérmenntaðra starfsmanna - úthlutun 2019

Málsnúmer 2019010146Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að auglýst verði eftir umsóknum um námsleyfi sérmenntaðra starfsmanna veturinn 2019-2020.
Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í byrjun mars.

5.Námsleyfasjóður embættismanna - 2019

Málsnúmer 2019010385Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu námsleyfasjóðs embættismanna.
Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í byrjun mars.

Fundi slitið - kl. 10:18.