Námsleyfasjóður sérmenntaðra starfsmanna - úthlutun 2019

Málsnúmer 2019010146

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 1. fundur - 04.02.2019

Lögð fram tillaga um að auglýst verði eftir umsóknum um námsleyfi sérmenntaðra starfsmanna veturinn 2019-2020.
Fræðslunefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í byrjun mars.

Fræðslunefnd - 2. fundur - 25.02.2019

Áður á dagskrá fræðslunefndar 4. febrúar 2019. Drög að umsóknareyðublaði í námsleyfasjóð sérmenntaðs starfsfólks lagt fyrir.
Fræðslunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Fræðslunefnd - 3. fundur - 06.05.2019

Farið yfir umsóknir í námsleyfasjóð sérmenntaðs starfsfólks árið 2019.

Fimm umsóknir bárust í námsleyfasjóð sérmenntaðs starfsfólks.
Fræðslunefnd samþykkir umsóknir Daníels Þorsteinssonar og Hólmkels Hreinssonar til níu mánaða námsleyfis. Námsleyfin hefjast í september 2019.