Fræðslunefnd

2. fundur 29. október 2018 kl. 10:00 - 10:45 Fundarherbergi stjórnsýslusviðs
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Dan Jens Brynjarsson
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
  • Anna Lilja Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Anna Lilja Björnsdóttir mannauðsráðgjafi
Dagskrá

1.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018080977Vakta málsnúmer

Samþykkt kjarasamninganefndar dagsett 24. september 2018 um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með að fjárframlög til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna séu greidd í sjóðinn að nýju.

2.Endurskoðun á samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018100268Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðun á samþykkt um námsleyfasjóð sérmenntaðra starfsmanna.
Ákveðið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:45.