Ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Málsnúmer 2022042643

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram minnisblað vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Sviðsstjóra var falið að móta tillögu á þeim grunni fyrir næsta fund ráðsins.

Tillagan er eftirfarandi: Sviðsstjóri leggur til að sótt verði um viðauka til bæjarráðs skv. framlögðu minnisblaði.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar honum til bæjarráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 9. fundur - 09.05.2022

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT).

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3770. fundur - 12.05.2022

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. maí 2022:

Seinni umræða um ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT).

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.