Félagsmálaráð

1175. fundur 27. nóvember 2013 kl. 14:00 - 18:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
Dagskrá
Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti á fundinn kl:14:13.

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir og Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Uppsögn leiguíbúðar 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013110087Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna uppsagnar leiguíbúðar.
Áfrýjun og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

3.Húsaleigubætur 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013110078Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna synjunar á húsaleigubótum.

Afgreiðslu frestað til 11. desember nk.

4.Fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 2013010062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir tíu mánuði ársins 2013.

5.Skammtímavistun fyrir fatlað fólk - reglur

Málsnúmer 2011010045Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir tillögur að breytingum á reglum um skammtímavistun fyrir fatlað fólk sem gildi tóku 1. janúar 2013.

Félagsmálaráð samþykkir breytingarnar sem taka gildi 1.janúar 2014.

6.Lengd viðvera fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 2013110193Vakta málsnúmer

Reglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna lagðar fram til afgreiðslu

Félagsmálaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar

7.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2013010124Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit yfir fyrstu 10 mánuði ársins 2013.

Rekstraryfirliti HAK frestað til næsta fundar

8.Samstarf VMST og félagsþjónustu - verkefnið Stígur

Málsnúmer 2013110200Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti hugmyndir um framkvæmd þjónustu VMST og samstarf VMST og félagsþjónustu sveitarfélaga vegna atvinnuleitenda án bótaréttar.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna

9.Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2013

Málsnúmer 2013030075Vakta málsnúmer

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar og Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður í Skógarlundi fóru yfir stöðuna í barnavernd og Skógarlundi. Fyrir lágu minnisblöð Áskels dags. 27. nóvember 2013 og Margrétar dags. 21. nóvember 2013.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

10.10 ára áætlun HAK 2013-2022

Málsnúmer 2013110067Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK lagði fram til kynningar 10 ára áætlun HAK.

Málinu frestað til næsta fundar

Sif Sigurðardóttir A-lista vék af fundi kl: 17:25.
Valur Sæmundsson V-lista vék af fundi kl: 17:30.

11.Fjárhagsáætlun 2014 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2013090052Vakta málsnúmer

Rætt um hagræðingarkröfu á málaflokk 102 Félagsmál og áætluð framlög vegna málefna fatlaðs fólks.

Félagsmálaráð samþykkir að lækka fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2014 um 6 milljónir króna

12.Langtímaáætlun - búsetudeild

Málsnúmer 2013010300Vakta málsnúmer

Langtímaáætlun búsetudeildar lögð fram til afgreiðslu.

Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að ganga frá henni.

Fundi slitið - kl. 18:50.