Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2013

Málsnúmer 2013030075

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1161. fundur - 13.03.2013

Líney Helgadóttir verkefnastjóri, Elva Haraldsdóttir sérkennsluráðgjafi og Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur kynntu stöðuna í sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla. Lagt fram minnisblað Guðrúnar Kristófersdóttur dags. 16. janúar 2013 og niðurstöður könnunar á vegum félags sálfræðinga við skóla frá mars 2013.

Félagsmálaráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra að taka málið upp við fræðslustjóra.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 15:45.
Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnafulltrúi B-lista vék af fundi kl. 15:53.

Skólanefnd - 8. fundur - 06.05.2013

Kynning á stöðu sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur og Elfa Haraldsdóttir leikskólaráðgjafi hjá sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Akureyrarkaupstaðar mættu á fundinn og kynntu stöðuna hjá sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla.

Skólanefnd þakkar þeim fyrir kynninguna.

Félagsmálaráð - 1175. fundur - 27.11.2013

Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar og Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður í Skógarlundi fóru yfir stöðuna í barnavernd og Skógarlundi. Fyrir lágu minnisblöð Áskels dags. 27. nóvember 2013 og Margrétar dags. 21. nóvember 2013.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.