Lengd viðvera fatlaðra barna og ungmenna

Málsnúmer 2013110193

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1175. fundur - 27.11.2013

Reglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna lagðar fram til afgreiðslu

Félagsmálaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. nóvember 2013:
Reglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna lagðar fram til afgreiðslu.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna með 11 samhljóða atkvæðum.

Félagsmálaráð - 1182. fundur - 26.03.2014

Tekið fyrir erindi dags. 18. mars 2014 frá Önnu Einarsdóttur forstöðumanni skóla- og skammtímavistunar og Margréti Ríkarðsdóttur forstöðumanni Skógarlundar um heimild til að veita fötluðum nemendum Verkmenntaskólans, sem eru í lengdri viðveru, þjónustu í verkfalli framhaldsskólakennara.

Félagsmálaráð harmar þá ákvörðun undanþágunefndar í verkfalli félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum að koma ekki til móts við þarfir mikið fatlaðra nemenda. Félagsmálaráð felur starfsmönnum fjölskyldu- og búsetudeildar að finna leiðir í samvinnu við Verkmenntaskólann á Akureyri og foreldra ungmenna að mæta brýnum þörfum þeirra á meðan verkfall varir.