Innbærinn - Duggufjara 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015080059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar og Maríu Aðalsteinsdóttur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við hús þeirra í Duggufjöru 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 14. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3377. fundur - 01.09.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 26. ágúst 2015:

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar og Maríu Aðalsteinsdóttur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við hús þeirra í Duggufjöru 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 14. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins


Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 212. fundur - 23.09.2015

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna Duggufjöru 2 var grenndarkynnt 4. september. Grenndarkynningu lauk þann 10. september 2015 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu, höfðu skilað inn samþykki sínu fyrir breytingunni.
Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands dagsett 8. september 2015 þar sem engin athugasemd er gerð.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.