Bæjarstjórn

3327. fundur 02. október 2012 kl. 16:00 - 17:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Logi Már Einarsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka 9. lið - Skýrsla bæjarstjóra - af dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingar á skipan áheyrnarfulltrúa í eftirtöldum nefndum:

Íþróttaráð:
Örvar Sigurgeirsson tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Dýrleifar Skjóldal og Dýrleif Skjóldal tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Örvars Sigurgeirssonar.

Skólanefnd:
Kristín Sigfúsdóttir, tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Ingibjargar Salóme Egilsdóttur.

Einnig lögð fram tillaga frá S-lista um breytingar á skipan fulltrúa í eftirtöldum nefndum:

Félagsmálaráð:
Valdís Anna Jónsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Péturs Maack Þorsteinssonar.

Framkvæmdaráð:
Guðgeir Hallur Heimisson, tekur sæti áheyrnarfulltrúa í stað Jóns Inga Cæsarssonar.
Eiríkur Jónsson tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur.

Samfélags- og mannréttindaráð:
Ólöf Vala Valgarðsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Sveins Arnarssonar.

Skipulagsnefnd:
Pétur Maack Þorsteinsson, tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Guðgeirs Halls Heimissonar.

Skólanefnd:
Sædís Gunnarsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Loga Más Einarssonar.
Valdís Anna Jónsdóttir tekur sæti varamanns í stað Sædísar Gunnarsdóttur.

Umhverfisnefnd:
Jón Ingi Cæsarsson tekur sæti aðalmanns í stað Valdísar Önnu Jónsdóttur.
Linda María Ásgeirsdóttir tekur sæti varamanns í stað Jóns Inga Cæsarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum

Málsnúmer 2011040150Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Ólafur Jónsson D-lista óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 1. október til 31. október 2012.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Ólafs Jónssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum

Málsnúmer 2011040150Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sigurður Guðmundsson A-lista óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 12. október til 10. nóvember 2012.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigurðar Guðmundssonar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2012090020Vakta málsnúmer

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd.

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa á lýsti forseti þetta fólk réttkjörið sem aðal- og varamenn í undirkjörstjórnir.

5.Hólmatún 1-3 og 5-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090206Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Erindi dags. 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 1-3 og 5-9 við Hólmatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumyndum.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

6.Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080016Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6 var grenndarkynnt þann 13. ágúst og var athugasemdafrestur til 10. september 2012.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

7.Hríseyjargata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090180Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Erindi dags. 18. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Ólínu Gyðu Hafsteinsdóttur og Ríkharðs Jónssonar sækja um breytingu á deiliskipulagi til að auka byggingarmagn á lóðinni nr. 7 við Hríseyjargötu. Fyrirhugað er að byggja glerskála til suðurs og vesturs við húsið. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga frá Formi ehf, dags. 14. september 2012.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Stefnuumræða/stöðuskýrsla í bæjarstjórn 2012 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2012010347Vakta málsnúmer

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og formaður samfélags- og mannréttindaráðs gerði grein fyrir áætluninni.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 20. september 2012
Skipulagsnefnd 27. september 2012
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 19. og 26. september 2012
Framkvæmdaráð 21. september 2012
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 21. september 2012
Stjórn Akureyrarstofu 20. september

Fundi slitið - kl. 17:25.