Hólmatún 1-3 og 5-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090206

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Erindi dagsett 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 1-3 og 5-9 við Hólmatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumyndum.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Erindi dags. 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf, kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 1-3 og 5-9 við Hólmatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumyndum.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.