Bæjarstjórn

3291. fundur 05. október 2010 kl. 16:00 - 16:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Sigmar Arnarsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Sigurður Guðmundsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 315. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 22. september 2010.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 3., 4., 7., 8., 9., 10., 11. og 12. lið.
Aðrir liðir gefa ekki tilefni til ályktunar.
Bæjarstjórn staðfestir 3., 4., 7., 8., 9., 10., 11. og 12. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 22. september 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram 316. fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 29. september 2010. Fundargerðin er í 8 liðum.
Skipulagsstjóri óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar á 1., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. lið.
2. liður gefur ekki tilefni til ályktunar.

Bæjarstjórn staðfestir 1., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. lið í fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra dags. 29. september 2010 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hlíðarendi - verslunar og þjónustusvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2010090138Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 24. september 2010 frá Halldóri Jóhannssyni Teiknum á lofti ehf, f.h. SS-Byggis ehf. Hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði á eignarlandi við Hlíðarenda sem samkvæmt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar verður skilgreint sem frístunda-, verslunar- og þjónustusvæði.
Meðfylgjandi eru skipulagsgögn dags. 24. september 2010, deiliskipulagsuppdráttur, skýringaruppdráttur og greinargerð.

Fulltrúi VG óskar bókað:
Tillögur að uppbyggingu frístunda-, verslunar- og þjónustusvæðis í landi Hlíðarenda eru bráðræði sem stýrist af hagsmunum verktaka en ekki ígrunduðu mati á þörfum ferðaþjónustu á Akureyri. VG ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að ráðist verði í heildstætt skipulag á útivist og landnotkun í Hlíðarfjalli sem og Glerárdal og bendir jafnframt á mikilvægi úttektar á þörfum ferðaþjónustu, m.a. nýtingu á núverandi gistirými í bænum áður en stutt verður við eins róttækar tillögur að auknu gistirými og þarna er lagt til.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Edward Hákon Huijbens fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi VG sat hjá við afgreiðslu.

4.Kirkjugarðar Akureyrar - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010080093Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 4. júlí 2010 þar sem Svanur Eiríksson f.h. Kirkjugarða Akureyrar, kt. 690169-0619, sækir um breytingu á byggingarreit á gildandi deiliskipulagi vegna viðbyggingar við þjónustuhús Kirkjugarðanna við Höfðagötu, var grenndarkynnt frá 30. ágúst 2010 til 27. september 2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Undirhlíð-Miðholt - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2010090176Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 23. september 2010 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi á reit milli Undirhlíðar og Miðholts.
Í stað núverandi skilmála um að 26 íbúðir verði í hvoru húsi, verði skilmálum breytt þannig að samanlagt verði 52 íbúðir í báðum húsunum við Undirhlíð 1 og 3. Meðfylgjandi er skipulagstillaga eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd fer fram á að tillögunni verði breytt þannig að fram komi að í húsi nr. 1 verði að hámarki 25 íbúðir og í húsi nr. 3 verði að hámarki 27 íbúðir eða samtals 52 eins og núgildandi skipulag gerir ráð fyrir.
Þar sem ekki er um fjölgun íbúða að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Naustahverfi 1. áfangi - reitir 1 og 2 - breyting á deiliskipulagi við Fossatún 6-8

Málsnúmer 2010090003Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 29. júní 2010 þar sem Guðrún Björk Eyjólfsdóttir, kt. 150877-3779 og Jón Birkir Lúðvíksson, kt. 161277-3639, óska eftir stækkun á byggingarreit til norðurs. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 1. september 2010. Henni lauk 17. september 2010 með samþykki allra er grenndarkynninguna fengu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Fosshlíð, Hlíðarbraut, Sunnuhlíð og Skarðshlíð - deiliskipulag

Málsnúmer 2010070052Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Tillaga að deiliskipulagi reitsins var auglýst í Lögbirtingarblaði og N4 Dagskránni þann 5. ágúst 2010. Athugasemdafrestur rann út 16. september sl. og barst engin athugasemd.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 23. september 2010
Stjórnsýslunefnd 29. september 2010
Skipulagsnefnd 29. september 2010
Framkvæmdaráð 17. september 2010
Skólanefnd 13., 20. og 27 september 2010
Íþróttaráð 16. og 23. september 2010
Félagsmálaráð 22. september 2010
Samfélags- og mannréttindaráð 27. og 29. september 2010
Umhverfisnefnd 23. september 2010
Kjarasamninganefnd 16. september 2010
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 23. september 2010


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:55.