Undirhlíð-Miðholt - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2010090176

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3291. fundur - 05.10.2010

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. september 2010:
Erindi dags. 23. september 2010 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi á reit milli Undirhlíðar og Miðholts.
Í stað núverandi skilmála um að 26 íbúðir verði í hvoru húsi, verði skilmálum breytt þannig að samanlagt verði 52 íbúðir í báðum húsunum við Undirhlíð 1 og 3. Meðfylgjandi er skipulagstillaga eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd fer fram á að tillögunni verði breytt þannig að fram komi að í húsi nr. 1 verði að hámarki 25 íbúðir og í húsi nr. 3 verði að hámarki 27 íbúðir eða samtals 52 eins og núgildandi skipulag gerir ráð fyrir.
Þar sem ekki er um fjölgun íbúða að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3294. fundur - 07.12.2010

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 3. desember 2010:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi á reit milli Undirhlíðar og Miðholts var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 13. október 2010. Athugasemdafrestur var til 24. nóvember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.