Bæjarstjórn

3430. fundur 06. mars 2018 kl. 16:00 - 18:58 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Tryggvi Már Ingvarsson
 • Sigríður Huld Jónsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Baldvin Valdemarsson
 • Gunnar Gíslason
 • Preben Jón Pétursson
 • Sigurjón Jóhannesson
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Tryggva Má Ingvarsson velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.
Forseti leitaði afbrigða með að tekið yrði á dagskrá sem 1. liður:
Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018.
Var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti í forföllum Evu Hrundar Einarsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í fræðsluráði:

Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Ingimars Ragnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki 1

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. febrúar 2018:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 1 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Ungmennaráð - samþykkt

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. febrúar 2018:

Tekið fyrir að nýju:

8. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 6. apríl 2017:

Á fundi frístundráðs þann 30. mars sl. var til umræðu samþykkt fyrir ungmennaráð. Sviðsstjóra var falið að leggja fram fullmótaða samþykkt fyrir næsta fund ráðsins.

Frístundaráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs mættu þær Snædís Sara Arnedóttir og Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúar ungmennaráðs og Anna Guðlaug Gísladóttir starfsmaður ungmennaráðs.

Bæjarráð vísar samþykkt fyrir ungmennaráð á Akureyri til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt fyrir ungmennaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Skipurit Akureyrabæjar

Málsnúmer 2016120015Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. febrúar 2018:

Lögð fram skipurit allra sviða Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar skipuritum allra sviða Akureyrarbæjar til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð skipurit með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2018 - frístundaráð

Málsnúmer 2018020002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða frístundaráðs.

Silja Dögg Baldursdóttir bæjarfulltrúi og formaður frístundaráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.

6.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. febrúar 2018:

Tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 var lögð fram til samþykktar. Til samþykktar voru eftirtalin gögn: Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Greinargerð, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 þéttbýlisuppdráttur Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 uppdráttur Hrísey og Grímsey, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 sveitarfélagsuppdráttur, Oddeyri rammaskipulag og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 umhverfisskýrsla. Fylgiskjöl, ekki til samþykktar: Friðlýst, friðuð og umsagnarskyld hús í Akureyrarkaupstað og Hús byggð í Akureyrarkaupstað 1926-1930. Gögn lögð fram til skýringar eru Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 greinargerð breytingar e augl merktar, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur þéttbýli Akureyri, Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur Hrísey og Grímsey og Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 Skýringaruppdráttur sveitarfélag. Til hliðsjónar Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag.

Skipulagsráð samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda Skipulagsstofnun aðalskipulagið til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Gunnar Gíslason og Baldvin Valdemarsson bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Gunnar Gíslason og Baldvin Valdemarsson bæjarfulltrúar D-lista samþykkja ekki útfærslu á þéttingu byggðar í Kotárborgum eins og hún er sett fram í tillögu að Aðalskipulagi 2018-2030, sem liggur fyrir fundinum. Það er sjálfsagt að gera ráð fyrir byggð á Pálmholtsreitnum og í beinni línu norður að verndarsvæði Glerár. Við teljum þörf á frekari umræðu um uppbyggingu svæðisins og þróun þess áður en meira svæði er lagt undir sem byggingarland.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 22. febrúar og 1. mars 2018
Bæjarráð 22. febrúar og 1. mars 2018
Frístundaráð 23. febrúar 2018
Fræðsluráð 15. og 19. febrúar 2018
Skipulagsráð 28. febrúar 2018
Stjórn Akureyrarstofu 22. febrúar 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 23. febrúar 2018
Velferðarráð 21. febrúar 2018


Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:58.