Bæjarstjórn

3386. fundur 02. febrúar 2016 kl. 16:00 - 19:19 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Sóley Björk Stefánsdóttir
 • Dagbjört Elín Pálsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Siguróli Magni Sigurðsson
 • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
 • Eva Hrund Einarsdóttir
 • Gunnar Gíslason
 • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í fjarveru Ingibjargar Ólafar Isaksen.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í fjarveru Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í fjarveru Margrétar Kristínar Helgadóttur.

1.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi

Málsnúmer 2016010209Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. janúar 2016 frá Sigríði Huld Jónsdóttur bæjarfulltrúa S-lista þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn frá 1. febrúar - 1. mars 2016.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigríðar Huldar Jónsdóttur með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista Samfylkingar um breytingu á skipan aðal- og varamanns í samfélags- og mannréttindaráði og varamanns í íþróttaráði svohljóðandi:


Samfélags- og mannréttindaráð:

Dagbjört Elín Pálsdóttir, tekur sæti aðalmanns í stað Eiðs Arnars Pálmasonar.

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.


Íþróttaráð:

Arnar Þór Jóhannesson tekur sæti varamanns í stað Ólínu Freysteinsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu um sjúkraflugið, Reykjavíkurflugvöll og Landspítalann.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:


Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst. Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.

Árið 2015 voru 752 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi þar af rúmlega 85% með flugvélum Mýflugs og tæplega 15% með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut.

Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2016 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2016010065Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða stjórnar Akureyrarstofu.

Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu og gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnarinnar.
Almennar umræður.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 14., 21. og 28. janúar 2016
Bæjarráð 21. og 28. janúar 2016
Framkvæmdaráð 22. janúar 2016
Íþróttaráð 7. og 21. janúar 2016
Skipulagsnefnd 27. janúar 2016
Stjórn Akureyrarstofu 20. janúar 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 22. janúar 2016
Velferðarráð 20. janúar 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:19.