Bæjarráð

3452. fundur 19. mars 2015 kl. 08:30 - 12:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

1.Framtíð innanlandsflugs

Málsnúmer 2012100083Vakta málsnúmer

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands ásamt Ara Fossdal stöðvarstjóra Flugfélagsins á Akureyri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðuna í innanlandsfluginu.
Einnig sat Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi D-lista fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar Árna og Ara komuna á fundinn og greinargóða kynningu á stöðu mála.

2.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Málsnúmer 2014120039Vakta málsnúmer

Fjárveiting vegna viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.
Bæjarráð samþykkir að veita 1,5 milljónum króna til Akureyrarstofu vegna viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Fjárhæðinni skal varið í náinni samvinnu Akureyrarstofu og samfélags- og mannréttindadeildar.

3.Hafnarstræti 106 - afgreiðsla skipulagsnefndar

Málsnúmer 2015030068Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 19. mars sl. var samþykkt að vísa tillögu um stjórnsýsluúttekt til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði úttekt á þjónustu og stjórnskipulagi skipulagsdeildar og er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

4.Miðbær Akureyrar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2015030068Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. mars sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögum til bæjarráðs:

a) Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

b) Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði leiða til að framfylgja samþykktu aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar hvað það varðar að mynda greiða leið frá Skátagili austur að Hofi og mynda þar með meira skjól og birtu.

a) Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd að móta tillögu að stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

b) Bæjarráð vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 12:18.