100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Málsnúmer 2014120039

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 160. fundur - 29.01.2015

Rætt var um viðburði og samstarf á árinu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sagt var frá samráðsfundi sem haldinn var þann 29. janúar 2015 með fulltrúum frá nokkrum stofnunum og deildum Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 160. fundur - 29.01.2015

Lagt fram erindi dagsett 15. janúar 2015, frá Margréti Jónsdóttur fh. Sagafilm, þar sem óskað er fjárstuðnings við framleiðslu á stökum örþætti í þáttaröðinni Öldin okkar. Um er að ræða þátt um Vilhelmínu Lever.
Ráðið samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000

Samfélags- og mannréttindaráð - 161. fundur - 12.02.2015

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar sagði frá stöðu mála varðandi undirbúning viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.

Bæjarráð - 3452. fundur - 19.03.2015

Fjárveiting vegna viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.
Bæjarráð samþykkir að veita 1,5 milljónum króna til Akureyrarstofu vegna viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Fjárhæðinni skal varið í náinni samvinnu Akureyrarstofu og samfélags- og mannréttindadeildar.