Hafnarstræti 106 - afgreiðsla skipulagsnefndar

Málsnúmer 2015030068

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3369. fundur - 12.03.2015

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óska eftir að tekin verði til umræðu afgreiðsla skipulagsnefndar á málefnum Hafnarstrætis 106.
Talsmaður flutningsmanna var Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið og sömuleiðis um 2. lið á dagskrá fundarins.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi bæði er varðar 1. og 2. lið dagskrár lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um vanhæfi Loga Más Einarssonar S-lista að fjalla um 3. lið dagskrár.
Tillagan var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu 1. og 2. dagskrárliðar.
Bjarki Ármann Oddsson S-lista mætti á fundinn undir 1. og 2. lið dagskrár í stað Loga Más Einarssonar.

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista, f.h. minnihlutans, lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði hið fyrsta stjórnsýslu- og þjónustuúttekt á skipulagsdeild Akureyrarbæjar af óvilhöllum aðilum. Þar verði afgreiðsla skipulagsstjóra á byggingarleyfi vegna Hafnarstrætis 106 á árinu 2014, sérstaklega til skoðunar.

Tillaga minnihlutans var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Gunnars Gíslasonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista, Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, f.h. meirihlutans, lagði fram tillögu svohljóðandi:
Bæjarstjórn vísar framkominni tillögu minnihlutans um stjórnsýsluúttekt til bæjarráðs.

Tillaga meirihlutans var borin upp og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3369. fundur - 12.03.2015

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óska eftir að tekin verði til umræðu fyrirspurn til bæjarstjórnar frá Ragnari Sverrissyni sem birtist í Akureyri Vikublaði þann 5. febrúar sl.
Talsmaður flutningsmanna var Gunnar Gíslason D-lista.
Sjá afgreiðslu um vanhæfi Loga Más Einarssonar S-lista varðandi þennan lið dagskrár í afgreiðslu í 1. lið hér á undan.

Gunnar Gíslason D-lista, f.h. minnihlutans, lagði fram eftirfarandi bókun svohljóðandi:
Það er krafa minnihlutans í bæjarstjórn að bæjarstjóri gæti þess að svör við opinberum fyrirspurnum sem beint er til bæjarstjórnar séu borin undir alla bæjarfulltrúa til samþykktar, ef hann er að svara í nafni bæjarstjórnar. Að öðrum kosti svarar hann í nafni meirihlutans.

Bæjarstjórn - 3369. fundur - 12.03.2015

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista, Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óska eftir að tekin verði til umræðu framtíðarsýn bæjarstjórnar varðandi miðbæ Akureyrar.
Talsmaður flutningsmanna var Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista.
Þegar hér var komið vék Bjarki Ármann Oddsson S-lista af fundi og Logi Már Einarsson S-lista tók aftur sæti.

Sjá afgreiðslu á tillögu Gunnars Gíslasonar D-lista um vanhæfi Loga Más Einarssonar S-lista varðandi þennan lið dagskrár í afgreiðslu í 1. lið hér á undan.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, f.h. minnihlutans, lagði fram tvær tillögur að bókunum svohljóðandi:

Sú fyrri:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

Sú seinni:
Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði leiða til að framfylgja samþykktu aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar hvað það varðar að mynda greiða leið frá Skátagili austur að Hofi og mynda þar með meira skjól og birtu.

Logi Már Einarsson S-lista vakti á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að greiða atkvæði um tillöguna.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við afgreiðslu tillagnanna.
Bjarki Ármann Oddsson S-lista mætti á fundinn í stað Loga Más Einarssonar.

Fyrri tillaga minnihlutans var borin upp og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Seinni tillaga minnihlutans var borin upp og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3452. fundur - 19.03.2015

Á fundi bæjarstjórnar þann 19. mars sl. var samþykkt að vísa tillögu um stjórnsýsluúttekt til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði úttekt á þjónustu og stjórnskipulagi skipulagsdeildar og er bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3452. fundur - 19.03.2015

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. mars sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögum til bæjarráðs:

a) Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

b) Bæjarstjórn samþykkir að leitað verði leiða til að framfylgja samþykktu aðal- og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar hvað það varðar að mynda greiða leið frá Skátagili austur að Hofi og mynda þar með meira skjól og birtu.

a) Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd að móta tillögu að stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

b) Bæjarráð vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Skipulagsnefnd - 204. fundur - 27.05.2015

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. mars 2015 var eftirfarandi tillögu vísað til bæjarráðs:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.
Bæjarráð bókaði á fundi sínum 19. mars 2015 eftirfarandi:
Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd að móta tillögu að stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.
Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson L-lista sem fulltrúa skipulagsnefndar til að móta tillögu um stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.