Tónræktin - rekstur

Málsnúmer 2014030313

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 7. fundur - 14.04.2014

Erindi dags. 3. apríl 2014 þar sem bæjarráð vísar erindi frá Birni Þórarinssyni, vegna reksturs Tónræktarinnar til skólanefndar. Í erindinu kemur fram að Björn mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða málefni Tónræktarinnar sem verður 10 ára í ár. Björn er kominn á eftirlaun og ætlar að fara að hætta rekstrinum. Vill að bærinn skoði hvort hann vill koma að framhaldinu á rekstrinum eftir hans tíma. Segir þannig fyrirkomulag vera þekkt t.d. á Selfossi og í Reykjavík.
Hugmyndin er sú að bærinn myndi greiða laun eins starfsmanns og þá væri hægt að nota skólagjöldin í annan rekstur.
Hann fær kr. 750.000 frá bænum í reksturinn í dag.

Skólanefnd frestar afgreiðslu og felur fræðslustjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Skólanefnd - 8. fundur - 05.05.2014

Erindi dags. 3. apríl 2014 þar sem bæjarráð vísar erindi frá Birni Þórarinssyni, vegna reksturs Tónræktarinnar til skólanefndar. Í erindinu kemur fram að Björn mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða málefni Tónræktarinnar sem verður 10 ára í ár. Björn er kominn á eftirlaun og ætlar að fara að hætta rekstrinum. Vill að bærinn skoði hvort hann vill koma að framhaldinu á rekstrinum eftir hans tíma. Segir þannig fyrirkomulag vera þekkt t.d. á Selfossi og í Reykjavík.
Hugmyndin er sú að bærinn myndi greiða laun eins starfsmanns og þá væri hægt að nota skólagjöldin í annan rekstur.
Hann fær kr. 750.000 frá bænum í reksturinn í dag.

Skólanefnd telur að Tónræktin skipi mikilvægan sess í bæjarlífinu og mælir með því að bæjarráð geri rekstrarsamning við Tónræktina.

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

12. liður í fundargerð skólanefndar dags. 5. maí 2014:
Erindi dags. 3. apríl 2014 þar sem bæjarráð vísar erindi frá Birni Þórarinssyni, vegna reksturs Tónræktarinnar til skólanefndar. Í erindinu kemur fram að Björn mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða málefni Tónræktarinnar sem verður 10 ára í ár. Björn er kominn á eftirlaun og ætlar að fara að hætta rekstrinum. Vill að bærinn skoði hvort hann vill koma að framhaldinu á rekstrinum eftir hans tíma. Segir þannig fyrirkomulag vera þekkt t.d. á Selfossi og í Reykjavík.
Hugmyndin er sú að bærinn myndi greiða laun eins starfsmanns og þá væri hægt að nota skólagjöldin í annan rekstur.
Hann fær kr. 750.000 frá bænum í reksturinn í dag.
Skólanefnd telur að Tónræktin skipi mikilvægan sess í bæjarlífinu og mælir með því að bæjarráð geri rekstrarsamning við Tónræktina.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3417. fundur - 26.06.2014

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 15. maí sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra og þáverandi formanni bæjarráðs að ræða við bréfritara.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 10:55.

Bæjarráð felur Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra, Loga Má Einarssyni S-lista og Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista að ræða við bréfritara um framhaldið.

Bæjarráð - 3429. fundur - 24.09.2014

Lagt fram erindi dagsett 16. september 2014 frá Magna Ásgeirssyni fyrir hönd Tónræktarinnar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á önn til reksturs Tónræktarinnar fyrir skólaárið 2014-2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á árinu 2014, en vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3447. fundur - 05.02.2015

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Tónræktarinnar ehf fyrir haustönn 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.