Bæjarráð

3409. fundur 10. apríl 2014 kl. 09:00 - 12:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Logi Már Einarsson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013110024Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2013.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Félagsmiðstöðvar og forvarnir

Málsnúmer 2014020103Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 2. apríl 2014:
Framhald umræðu um forvarnahlutverk félagsmiðstöðva og mögulega styrkingu þess. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að gera þær breytingar á fyrirkomulagi forvarnamála og félagsmiðstöðva að starf forvarnafulltrúa verði lagt niður og í staðinn fái umsjónarmenn félagsmiðstöðva aukið hlutverk og verði forvarna- og félagsmálaráðgjafar. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar munu bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarna- og félagsmiðstöðvastarfs fyrir börn og unglinga í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Ráðgjöfunum er ætlað að sinna almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskólana og aðra sem koma að málum barna og unglinga s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Þannig að hver grunnskóli hefur sinn forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og náinn samstarfsmann. Tilnefndur verður tengiliður vegna forvarna í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda með sér forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála. Um leið breytist starfsheiti forstöðumanns æskulýðsmála í forstöðumann æskulýðs- og forvarnamála.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar málinu til samþykktar í bæjarráði.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fund bæjaráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillögu samfélags- og mannréttindaráðs.

3.Leikfélag Akureyrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. apríl 2014 frá stjórn Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að það taki til skoðunar tillögu sem miðar að því að verja stöðu leiklistar sem atvinnugreinar á Akureyri.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

4.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 73. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 4. mars 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdaráðs, 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

5.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010033Vakta málsnúmer

Lögð fram 57. fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dags. 31. mars 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir

Bæjarráð vísar 3. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

6.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010011Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 50. og 51. fundargerð hverfisnefndar Oddeyrar dags. 8. og 25. mars 2014. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 3. apríl 2014. Fundargerðin er í 6 liðum.

Bæjarráð vísar 2. lið a), 4. og 5. lið til skipulagsdeildar, 2. lið b) til framkvæmdadeildar.

3. liður er færður í trúnaðarmálabók viðtalstíma bæjarfulltrúa og er vísað til fjölskyldudeildar. 6. lið er vísað til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

1. og 2. liður c) og d) eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

8.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2014

Málsnúmer 2014040036Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. apríl 2014 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 16. apríl nk. kl. 14:00-15:45 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.

Bæjarráð felur Ingunni Helgu Bjarnadóttur verkefnastjóra starfsþróunar að fara með umboð Akureyrarbæjar á ársfundinum.

9.Stjórnsýslukæra - Snorri Óskarsson - úrskurður

Málsnúmer 2012110095Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12100058, kæra Snorra Óskarssonar á ákvörðun Akureyrarkaupstaðar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Gunnar Gíslason fræðslustjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þrátt fyrir niðurstöðu Innanríkisráðuneytisins telur bæjarráð að rétt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni frá störfum þar sem fordómafull skrif hans um samkynhneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennari barna í skyldunámi.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna næstu skref.

Fundi slitið - kl. 12:20.