Málsnúmer 2014020103Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dags. 2. apríl 2014:
Framhald umræðu um forvarnahlutverk félagsmiðstöðva og mögulega styrkingu þess. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að gera þær breytingar á fyrirkomulagi forvarnamála og félagsmiðstöðva að starf forvarnafulltrúa verði lagt niður og í staðinn fái umsjónarmenn félagsmiðstöðva aukið hlutverk og verði forvarna- og félagsmálaráðgjafar. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar munu bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarna- og félagsmiðstöðvastarfs fyrir börn og unglinga í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Ráðgjöfunum er ætlað að sinna almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskólana og aðra sem koma að málum barna og unglinga s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Þannig að hver grunnskóli hefur sinn forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og náinn samstarfsmann. Tilnefndur verður tengiliður vegna forvarna í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda með sér forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála. Um leið breytist starfsheiti forstöðumanns æskulýðsmála í forstöðumann æskulýðs- og forvarnamála.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar málinu til samþykktar í bæjarráði.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mætti á fund bæjaráðs undir þessum lið.