Stjórnsýslukæra - Snorri Óskarsson - úrskurður

Málsnúmer 2012110095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3409. fundur - 10.04.2014

Lagður fram úrskurður í stjórnsýslumáli nr. IRR12100058, kæra Snorra Óskarssonar á ákvörðun Akureyrarkaupstaðar.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Gunnar Gíslason fræðslustjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þrátt fyrir niðurstöðu Innanríkisráðuneytisins telur bæjarráð að rétt hafi verið að víkja Snorra Óskarssyni frá störfum þar sem fordómafull skrif hans um samkynhneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennari barna í skyldunámi.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna næstu skref.