Bæjarráð

3399. fundur 30. janúar 2014 kl. 09:00 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Logi Már Einarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

1.Verkfallslisti - auglýsing 2014

Málsnúmer 2014010296Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri lagði fram lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.

Bæjarráð staðfestir framlagðan lista.

2.Stjórnendur hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2013110301Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 3. desember 2013:
Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að tekið yrði til umræðu í bæjarstjórn hvort setja ætti inn í framtíðinni ákvæði um ákveðið ráðningartímabil í ráðningarsamninga hjá stjórnendum Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.

Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarssonar fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri viku af fundi við afgreiðslu málsins.

Meirihluti bæjarráðs skipar Loga Má Einarsson S-lista og Höllu Björk Reynisdóttur L-lista ásamt bæjarstjóra í vinnuhóp sem leggi fram tillögur í málinu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Þróun starfshlutfalla frá hruni

Málsnúmer 2014010319Vakta málsnúmer

Farið yfir þróun starfshlutfalla hjá Akureyrarbæ frá hruni.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 23. janúar 2014. Fundargerðin er í 12 liðum.

Bæjarráð vísar 1., 4., 5., 7., 8., 11. og 12. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til félagsmálaráðs, 3. lið til íþróttaráðs, 9. og 10. lið til skipulagsdeildar.

6. lið var svarað í viðtalstímanum.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:21.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 23. janúar 2014. Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

6.Fjárhagsaðstoð 2014 - breyting á framfærslugrunni

Málsnúmer 2014010188Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. janúar 2014:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið. Lagt var fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur dags. 16. janúar 2014 um breytingu á framfærslugrunni í fjárhagsaðstoð.
Félagsmálaráð samþykkir að hækka framfærslugrunn fjárhagsaðstoðar um 4,15% í samræmi við hækkun neysluvísitölu frá desember 2012 til desember 2013. Málinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða breytingu á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar.

7.Gistiheimili - breyting á gjaldflokki

Málsnúmer 2013120060Vakta málsnúmer

Umræða um fasteignagjöld á gistiheimili.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð leggur til að samhliða breytingunni verði farið í sérstakt átak í að fylgjast með útleigu á gistirýmum sem ekki hafa tilskilin leyfi og felur skipulagsdeild í samstarfi við Akureyrarstofu framkvæmdina.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 11:04.

Fundi slitið - kl. 11:15.