Gistiheimili - breyting á gjaldflokki

Málsnúmer 2013120060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3399. fundur - 30.01.2014

Umræða um fasteignagjöld á gistiheimili.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð leggur til að samhliða breytingunni verði farið í sérstakt átak í að fylgjast með útleigu á gistirýmum sem ekki hafa tilskilin leyfi og felur skipulagsdeild í samstarfi við Akureyrarstofu framkvæmdina.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 11:04.