Stjórnendur hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2013110301

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að tekið yrði til umræðu í bæjarstjórn hvort setja ætti inn í framtíðinni ákvæði um ákveðið ráðningartímabil í ráðningarsamninga hjá stjórnendum Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:

Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.

 

Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.

Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3399. fundur - 30.01.2014

8. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 3. desember 2013:
Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að tekið yrði til umræðu í bæjarstjórn hvort setja ætti inn í framtíðinni ákvæði um ákveðið ráðningartímabil í ráðningarsamninga hjá stjórnendum Akureyrarbæjar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:
Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.

Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarssonar fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri viku af fundi við afgreiðslu málsins.

Meirihluti bæjarráðs skipar Loga Má Einarsson S-lista og Höllu Björk Reynisdóttur L-lista ásamt bæjarstjóra í vinnuhóp sem leggi fram tillögur í málinu.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista sat hjá við afgreiðslu.