Bæjarráð

3363. fundur 18. apríl 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013040086Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, ódags., þar sem boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 12:00 í hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

2.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010076Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 63. fundar dags. 5. febrúar og fundargerð 64. fundar dags. 12. mars 2013.
Fundargerðirnar má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013

Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 63. fundar til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði. 

Fundargerð 64. fundar er lögð fram til kynningar í bæjarráði.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. apríl 2013. Fundargerðin er í 6 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 3., 4., 5. og 6. lið til skipulagsdeildar.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012

Málsnúmer 2012110180Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 11. apríl sl. en bæjarstjórn vísaði ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn á fundi sínum þann 9. apríl sl.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

5.Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2013

Málsnúmer 2013040124Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dags. 15. apríl 2013 þar sem kynnt er átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.

Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að óska eftir þátttöku fyrir hönd Akureyrarbæjar í verkefninu.

Fundi slitið - kl. 11:00.