Bæjarráð

3355. fundur 07. mars 2013 kl. 08:00 - 09:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Ragnar Sverrisson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.

1.Oddeyrartangi - eignarlóðir

2013030025

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir lóðamál á Oddeyrinni.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2012-2013

2012010167

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 28. febrúar 2013. Fundargerðin er í 13 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a) og b), 3. og 11. lið a) til skipulagsnefndar, 2. liður a) er lagður fram til kynningar, 2. lið b) vísað til fjármálastjóra, 4., 8., 9., 12. og 13. lið til framkvæmdadeildar, 5. og 6. liður færðir í trúnaðarbók bæjarráðs, 7. liður er lagður fram til kynningar, 10. lið vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og 11. lið b) til skóladeildar.

3.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

2007020100

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerð 47. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dags. 5. febrúar 2013.
Fundargerð 67. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 13. febrúar 2013.
Fundargerð 7. fundar hverfisnefndar Giljahverfis dags. 6. febrúar (aðalfundur) og fundargerð 8. fundar dags. 20. febrúar 2013.
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir

4.Hverfisnefndir - samþykkt - endurskoðun 2013

2013020286

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisnefndir.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - samþykkt - endurskoðun 2013

2013020287

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráðin í Hrísey og Grímsey.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:56.