Bæjarráð

3309. fundur 16. febrúar 2012 kl. 09:00 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Greið leið ehf - hluthafafundur 2012

Málsnúmer 2012020100Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. febrúar 2012 frá Greiðri leið ehf þar sem boðað er til hluthafafundar fimmtudaginn 16. febrúar nk. að Strandgötu 29, Akureyri og hefst hann kl. 14:30.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á hluthafafundinum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fundinn kl. 09:15.

2.Reykjavíkurflugvöllur

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi vegna vinnu við skýrslu um hagræn áhrif þess á landsbyggðina að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýrinni.

3.Vinabæir Akureyrar - samskipti

Málsnúmer 2007080019Vakta málsnúmer

Almennar umræður um vinabæjasamskipti.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2013-2015.

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun 2013-2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:30.