Miðbær suðurhluti - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2010050038

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3288. fundur - 29.06.2010

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins sem nú er í gildi vegna umsóknar KFC um lóð undir starfsemi fyrirtækisins. Tillagan er unnin af X2, hönnun og skipulagi ehf, dags. 21. maí 2010.
Skipulagsnefnd óskar eftir að nýtingarhlutfallið á nýju lóðunum verði 0,75 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 8 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir lagði fram bókun svohljóðandi:

Vinstrihreyfingin grænt framboð leggst gegn því að innan um eina heillegustu röð gamalla húsa sem varðveist hafa á Akureyri verði byggður skyndibitastaður með bílalúgu á lóð númer 78 við Hafnarstræti. Einnig leggst framboðið gegn byggingu afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti á lóð númer 80. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur á það mikla áherslu að útlit nýrra bygginga á umræddum lóðum samræmist þeirri götumynd sem fyrir er.

Bæjarstjórn - 3290. fundur - 21.09.2010

Umræður um afgreiðslu skipulagsnefndar 15. september sl., 6. liður.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og Dagskránni þann 7. júlí 2010. Athugasemdafrestur var til 18. ágúst 2010.

30 athugasemdir bárust, þar af tveir undirskriftalistar, annar með 1854 undirskriftum og hinn með 14 undirskriftum.

Innkomin umsögn:
1) Vegagerðin dags. 18. júlí 2010.
Engar athugasemdir eru gerðar en farið er fram á að samráð verði haft við Vegagerðina um hönnun tengingar við Drottningarbraut.
Tekið er tillit til athugasemda og deiliskipulagstillögunni því hafnað í núverandi mynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að láta vinna heildstæða tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Kaupvangsstræti, Hafnarstræti, Drottningarbraut og Austurbrú.

Bæjarstjórn staðfestir tillögur skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar.

Hermann Jón Tómasson sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3256. fundur - 13.01.2011

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. september síðastliðinn hafnaði meirihluti bæjarstjórnar tillögu að breyttu deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulags. Á þeim sama fundi boðaði formaður bæjarráðs, Oddur Helgi Halldórsson, víðtækt samráð á meðal bæjarfulltrúa við áframhaldandi skipulagsvinnu á reitnum. Orðrétt sagði Oddur Helgi: "Það hafa komið fram óskir frá öllum flokkum sem standa að bæjarstjórn að í þetta verði farið sameiginlega og við munum stefna að því að gera það. Þetta er auðvitað andlit bæjarins, miðbæjarskipulagið, [...] það er eitt af verkefnum þessarar bæjarstjórnar að deiliskipuleggja miðbæinn og við vonum að allir séu tilbúnir að því borði. Þetta er auðvitað sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að vel til takist."
Í ljósi þessara orða spyr bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hvort til standi að boða til þessa samráðs eða hvort þær hugmyndir hafi algerlega verið lagðar til hliðar af hálfu meirihlutans og einnig er spurt hvar vinna við deiliskipulag syðsta hluta miðbæjar er stödd nú og hvort einhverjar fyrirætlanir um reitinn liggi fyrir nú þegar.

Upplýst var um stöðu mála.