Golfklúbbur Akureyrar - breytingar á félagssvæði GA

Málsnúmer 2023080307

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 35. fundur - 14.08.2023

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að samningi við Golfklúbb Akureyrar varðandi uppbyggingu og breytingar á félagssvæði GA að Jaðri.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Liður 9. í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að samningi við Golfklúbb Akureyrar varðandi uppbyggingu og breytingar á félagssvæði GA að Jaðri.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.


Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samning við Golfklúbb Akureyrar um breytingar á félagssvæði GA með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarráð - 3826. fundur - 08.11.2023

Lagt fram erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir heimild Akureyrarbæjar til veðsetningar á eign GA, fastanúmer 215-2271, vegna lántöku upp á 114 milljónir króna. Lánið verði tekið til 7 ára vegna fjármögnunar byggingar fyrir inniaðstöðu GA með veði í greiðslum Akureyrarbæjar samkvæmt nýundirrituðum uppbyggingarsamningi ásamt veði í umræddri fasteign.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Lagt fram að nýju erindi dagsett 3. nóvember 2023 þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar óskar eftir heimild Akureyrarbæjar til veðsetningar á eign GA, fastanúmer 215-2271, vegna lántöku upp á 114 milljónir króna. Lánið verði tekið til 7 ára vegna fjármögnunar byggingar fyrir inniaðstöðu GA með veði í greiðslum Akureyrarbæjar samkvæmt nýundirrituðum uppbyggingarsamningi ásamt veði í umræddri fasteign.

Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum 8. nóvember sl. og frestaði afgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að heimila veðsetningu á fasteign Golfklúbbs Akureyrar vegna fjármögnunar byggingar inniaðstöðu með lántöku til 7 ára að upphæð 114 milljónir króna.