Bæjarráð

3825. fundur 02. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:13 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista mætti í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.

1.Sala fasteigna 2023

Málsnúmer 2023030857Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. október 2023:

Lagt fram kauptilboð vegna sölu á íbúð í eigu Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í eignina Vestursíðu 38E.

2.Kattaathvarf

Málsnúmer 2023100158Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. október 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 22. október 2023 varðandi mögulegan stuðning við rekstur kattaathvarfs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Andri Teitsson L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggja til við bæjarráð að kannaður verði sá möguleiki að styðja fjárhagslega við starfsemi Kisukots enda verði starfsemin í húsnæði sem uppfyllir reglugerðir.

Óskar Ingi Sigurðsson B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.

3.Atvinnustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023101374Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnustefnu Akureyrarbæjar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila. Lagt er til að bæjarráð samþykki 10 milljónir í fjárhagsáætlun í mótun framtíðarsýnar um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og markaðssetningu á möguleikum sveitarfélagsins.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Ég legg til að afgreiðsla á tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur verði frestað til loka nóvember þegar liggur fyrir hvernig vinnunni við gerð stefnunnar verði háttað.


Greidd voru atkvæði um tillögu Höllu Bjarkar Reynisdóttur. Fjórir greiddu atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir sat hjá. Tillagan var samþykkt.


Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram og kynna fyrir bæjarráði næstu skref í vinnu við atvinnustefnu í lok nóvember 2023 sem stefnt er að ljúki 2024.


4.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók þann 5. október sl. fyrir erindi þar sem óskað var eftir áframhaldandi stuðningi við verkefni Flugklasans Air 66N. Bæjarráð vísaði á fundinum til fyrri bókunar um málið, þess efnis að framlag bæjarins til Flugklasans í núverandi mynd yrði ekki framlengt eftir árið 2023. Farsælla væri að stuðningurinn færi í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands.

Bæjarráð hefur nú ákveðið að taka málið fyrir að nýju eftir að hafa fengið frekari upplýsingar.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur einnig fyrir skýrsla Flugklasans fyrir tímabilið 1. maí - 25. október 2023.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að styðja við starfsemi Flugklasans Air66N árið 2024 um 9 milljónir króna. Árið verði nýtt til þess að skoða með hvaða hætti stuðningur bæjarins geti orðið við verkefnið í framhaldinu enda ákaflega mikilvægt að tryggja reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll til framtíðar. Bæjarráð hvetur Markaðsstofu Norðurlands til þess að leita eftir styrkjum hjá fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum á Norðurlandi inn í flugklasann.

5.Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri 2022-

Málsnúmer 2022031321Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar Listasafnsráðs dagsett 25. október 2023.

6.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 290. og 291. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsettar 17. og 23. október 2023.

7.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 912008 kristinfræðikennsla

Málsnúmer 2023101310Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. október 2023 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 kristinfræðikennsla.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:

https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0047.pdf

Fundi slitið - kl. 10:13.